Sumarsólstöðuganga að Svarthamarsvatni

22. June, 2024

Þann 22. júní stendur Ferðafélag Djúpavogs fyrir sumarsólstöðugöngu þegar gengið verður upp að Svarthamarsvatni í Álftafirði. Í bók Ferðafélags Íslands 2002 segir að þetta litla vatni megi teljast eitt af undrum Íslands en sýnist grængolandi þó að það sé aðeins um fjórir faðmar að dýpt. Vatninu tengist saga sem víða skýtur upp kolli af hálfflegnu nauti sem slapp frá Hnaukabónda af blóðvelli, setti upp Hnaukamela og steypti sér í vatnið. Beljar nautið hátt í illviðrum. Eiður Ragnarsson mun sjá um fararstjórn í þessari ferð