Stanslaust Støð: Pallaball á Stöðvarfirði

2. July, 2021

Stanslaust Støð: Pallaball á Stöðvarfirði
Föstudaginn 2. Júlí kl. 23:00 í Íþróttahúsinu á Stöðvarfirði
Miðaverð 4.500 kr. (3.900 kr. í forsölu á tix.is)

Rífið fram dressið, pússið dansskóna og komið ykkur í stellingar!
Páll Óskar kemur til Stöðvarfjarðar, föstudaginn 2. júlí og tryllir líðinn á fyrsta alvöru balli ársins!
Húsið opnar klukkan 23:00 og stendur stuðið yfir til klukkan 03:00 (Athugið að tímasetning viðburðarins er auglýst með fyrirvara um mögulegar breytingar).

Mælt er með því að úða duglega af WD-40 á liðamótin því ekki er vitlegt að vera með danstaugina ryðgaða og fara með rykfallin dansspor á gólfið, því stuðið verður yfirgengilegt!
Ef einhverntíman hefur verið tími til að sletta úr klaufunum, þá er það á þessu Pallaballi!

Sjáumst í støði á ‘Støð í Stöð’!