Sóley í Havarí

19. August, 2017

Hin magnaða listakona Sóley Stefánsdóttir heldur tónleika í HAVARÍ laugardagskvöldið 19. ágúst. Sóley hefur troðið upp í helstu tónleikasölum heims og er með álíka marga fylgjendur á facebook og íslendingar voru margir árið 1980.

Sóley ólst upp í Hafnarfirði og lék í byrjun aldarinnar með hljómsveitinni Sin Fang. Þegar útgefandi þeirrar sveitar, þýska plötuútgáfan Morr Music, komst á snoðir um lagasmíðar Sóleyjar gerðu þeir tafarlaust plötusamning við hana og í kjölfarið fóru hjólin að snúast á fullri ferð.

Sóley hefur síðan gefið út þrjár breiðskífur og leikið á hundruðum tónleika fyrir tugþúsundir áhorfenda um allan heim. Það er gríðarlegur hvalreki að fá Sóley í Havarí og bókað mál að í vændum er mögnuð kvöldstund sem mun ekki láta neinn ósnortinn.

Það er algert glapræði á láta þennan kyngimagnaða snilling framhjá sér fara!

Miðasala á tix.is

Allt um sóley hér:
https://en.wikipedia.org/wiki/Sóley
http://www.soleysoley.com/