Skógarmessa – Torvald organisti kvaddur

Selskógur

3. July, 2022

Sunnudaginn 3. júlí: Útimessa í Selskógi Egilsstöðum kl. 10:30 – Organisti kvaddur:
Árleg guðsþjónusta í útileikhúsinu í Selskógi á Egilsstöðum (ef veður leyfir, annars verður guðsþjónustan í Egilsstaðakirkju og það verður þá tilkynnt hér). Torvald Gjerde leikur á harmoniku undir almennum söng og bæði núverandi og fyrrverandi prestar Egilsstaðaprestakalls þjóna. Þetta verður síðasta guðsþjónusta Torvalds sem organisti Egilsstaðakirkju eftir yfir 20 ára starf og verður hans framlag þakkað sérstaklega við þetta tilefni. Veitingar í skóginum að messu lokinni. Verið velkomin!