Sjómannadagurinn á Eskifirði 2024

30. May, 2024

Auglýst dagskrá
Sjómannadagurinn á Eskifirði 2024
1.Júní – Fimmtudagur
Fjör á Eyrinni
16:00-18:30 Siglingaklúbbur Austurlands leyfir gestum að prufa kajaka, seglbáta og fl.
 Björgunarsveitin Brimrún verður með báta til að leyfa börnum að fara með ferð um fjörðinn
Grillaðir Fossburgers handa öllum í boði Eskju
Sjósund fyrir þá sem þora og heiti potturinn á eftir fyrir sundgarpana
22:00 Pubquiz í Randulfs – opið til 01:00
              Eddi Grétars sér um.
Föstudagur
18:00-20:00 Sundlaugadiskó og froðupartý
 (Allir að mæta með góða skapið, uppblásnu dýnurnar og sólstólana)
** Fullorðnir verða að koma í fylgd með börnum/unglingum **
22:00 Andri Bergmann, Siggi Þorbergs og Valli – sjötta barnið, halda uppi fjörinu í Randulffs Sjóhúsi (frítt inn)
Húsið opið til 01:00
Laugardagur
11:00 Dorgveiðikeppni á bæjarbryggjunni (gömlu frystihúsbryggjunni) verðlaun fyrir stærsta, ljótasta og furðulegasta hlutinn.
(skylda er að vera í vesti og í fylgd með fullorðnum, vesti verða á staðnum)
12:00 – 17:00 Þrautakeppni og afþreyingar á bæjarbryggjunni, þar sem hægt verður að fara í þrautabrautir, koddaslag, bardagahring, bubblubolta og fl.
17:00 – 20:00 Útitónleikar í boði Eskju á túninu með Helga Björns, Eyjólfi Kristjáns, Karitías Hörpu, Stebbi Jak, hljómsveit Jón Hilmars og barnahljómsveitum, einnig mun Greipur skemmta gestum.
Gestum boðið uppá fría hamborgara og pylsur (ath. Af gefnu tilefni, að ef sölutjöld eru á svæðinu, þá er sá matur ekki frír)
Heima í stofu tónleikar í garðinum hjá Valla og Elínu við hliðina á grunnskólanum ** Frír aðgangur **
 20:30 – 21:30 Andri Bergmann
 21:30 – 22:30 Eyjólfur Kristjánsson
22:00 Valhöll opnar
 00:00 – 03:00 Dansleikur með Helga Björns, Stebba Jak, Karitas Hörpu og hljómsveit Jón Hilmars …   ** Frír aðgangur **  18+
Sunnudagur
11:00 Sjómannamessa í Eskifjarðarkirkju
12:00 Athöfn við minnisvarðann um drukknaða sjómenn  – Sjómaður heiðraður
Ragnar Sigurðsson formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar fer með hátíðarræðu
13:00 – 17:00 Fjölskyldudagskrá á túninu, frítt í hoppukastala
Lína Langsokkur og Ingo töframaður skemmta krökkunum
15:00 – 17:00 Slysavarnarfélagið með kaffiveitingar í Valhöll í boði Eskju
Sölutjöld velkomin alla helgina, hafið samband í gegnum facebook síðu Sjómannadagurinn á Eskifirði fyrir nánari upplýsingar.
Nánari upplýsingar um dagskrá verður kynnt hér á Facebook síðunni Sjómannadagsins
Styrktaraðilar Sjómannadagsins eru Eskja og Hafnarsjóður Fjarðabyggðar