Sinfóníuhljómsveit Austurlands – Rót

Tónlistarmiðstöð Austurlands

27. February, 2022

Á efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar Austurlands að þessu sinni er frumflutningur á verkinu Rót eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur (1981) sem tónskáldið semur sérstaklega fyrir sveitina. Þórunn Gréta hlaut grunnmenntun í píanóleik við tónlistarskólana í Fellahreppi og á Egilsstöðum. Hún stundaði píanó- og tónsmíðanám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk burtfararprófi í tónsmíðum árið 2008, B.A. gráðu í tónsmíðum frá LHÍ árið 2011 og M.Mus. gráðu frá Hochschule für Musik und Theater í Hamborg árið 2014. Ólöf Sigursveinsdóttir einleikari flytur sellókonsert í a-moll eftir Robert Schumann (1810 – 1856) og að lokum verður flutt Sinfónía nr. 8, „ófullgerða sinfónían“, eftir Franz Schubert (1797 – 1828).

 

Rót eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur

– Samið fyrir Sinfóníuhljómsveit Austurlands

Sellókonsert í a-moll op. 129 eftir Robert Schumann (1810 – 1856)

– Einleikari Ólöf Sigursveinsdóttir

Sinfónía nr. 8 í h-moll eftir Franz Schubert (1797 – 1828)

 

Flytjendur:

Sinfóníuhljómsveit Austurlands

Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Einleikari: Ólöf Sigursveinsdóttir

Konsertmeistari: Zsuzsanna Bitay

 

Húsið opnar klukkan 15:30.

Miðaverð 3.500 kr. / 2.000 kr. fyrir eldri borgara. Frítt fyrir 16 ára og yngri.

Forsala miða fer fram hjá Tix.is og hvetjum við tónleikagesti til að kaupa miða í forsölu en það flýtir fyrir komu gesta.

https://tix.is/…/12407/sinfoniuhljomsveit-austurlands-rot/