Siggi Björns & Franziska á KHB Brugghús

16. April, 2024

Þriðjudagur 16.Apríl KL:20.00 i KHB Brugghús.
Siggi og Franziska með eigin lög og mátulega sannar lygasögur.

Síðustu átta ár hafa Siggi og Franziska unnið mikið saman og
spilað vítt og breytt um norður Evrópu. Þau hafa samið þónokkuð af efni saman og gefið út. Í maí 2021 kom sólódiskur frá Sigga og eru flest lögin skrifuð í samvinnu við Franzisku.
Á tónleikum spila þau að mestu efni úr eigin smiðju og segja vandlega lognar, en alveg sannar sögur því til stuðnings.
Tónleikar hjá þeim tveimur er góð skemmtun.