Prjóna „hygge“ vinnustofa

29. February, 2024

Hús handanna & Sláturhúsið menningarmiðstöð

gjöra kunnugt:

3ja tíma hressandi hittingur – einu sinni í mánuði…

ef guð lofar

pop up vinnustofur – köku&snittutapas – tónlistar „sörpræs“

skapandi þema vinnustofur með umhverfisvænu ívafi fyrir fólk sem þráir að skapa & skrafa

vinnustofurnar veita innblástur til sjálfbærni. Við ætlum m.a. að prjóna, stoppa & staga, hittast & hafa það huggulegt í okkar eigin menningarhúsi.

Fyrsti hittingur er prjóna pop up

fimmtudaginn 29.febrúar 2023 fyrir þá sem dreymir um að prjóna & þá sem prjóna & prjóna

aðgangseyrir 3.000 –

miðar fást í hh og í vefverslun hh.

innifalið: innblástur, sýnikennsla,veitingar, tónlistarupplifun,

fyrir byrjendur & lengra komna takið prjónaverkefnin ykkar með & byrjendur taka með garnafganga og prjóna.

innblástur að einföldum prjónaverkefnum sýnikennsla & skapandi ferli umbreyting á gömlum/nýjum peysum