Pínulitla gula hænan

21. July, 2021

Pínulitla Gula hænan verður á fótboltavellinum á Djúpavogi miðvikudaginn 21. júlí kl 17:30 í boði Múlaþings.

Í sumar ferðast Leikhópurinn Lotta um landið með skemmtilegt atriði unnið uppúr Litlu gulu hænunni sem þau sýndu árið 2015. Fjórir þekktir Lottu leikarar mæta á svæðið með frábært 25 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, frábærum húmor að hætti Lottu og góðum lögum.

LOTTA Í SUMAR

Það verður aðeins annar bragur á Leikhópnum Lottu í sumar. Sökum Covid gátum við því miður ekki búið til glænýjan íslenskan söngleik í fullri lengd líkt og vanalega. Við höfum þó ekki setið auðum höndum og ferðumst um allt land í sumar með frábæra söngvasyrpu stútfulla af sprelli og fjöri fyrir allan aldur.