Öruggara Austurland

15. April, 2024

Opinn fundur samráðsvettvangsins gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Austurlandi. Greint verður frá árangri samstarfsins, veitt innsýn í nýjar áherslur í tengslum við innleiðingu farsældarlaganna og skapaður vettvangur til umræðna um áherslur komandi árs gagnvart viðfangsefninu.
Nánari dagskrá kemur síðar en takið daginn frá og skráið ykkur fyrir 11. apríl þannig að hægt sé að áætla veitingar.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Austurbrúar, Búðareyri 1 á Reyðarfirði, þann 15. apríl kl. 12:30-16:00.
Boðið verður upp á létta hádegishressingu milli 12:00-12:30.
Að samráðsvettvanginum standa: Lögreglustjórinn á Austurlandi, sýslumaðurinn á Austurlandi, Fljótsdalshreppur, Vopnafjarðarhreppur, Múlaþing, Fjarðabyggð, Austurbrú – Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Austurlandsprófastsdæmið, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Verkmenntaskóli Austurlands og Ungmenna- og íþróttasamband Austulands, og fleiri.