Opin vinnustofa í kjötiðn

Hallormsstaðaskóli

7. November, 2022 - 11. November, 2022

Haldið í Tilraunaeldhúsi Hallormsstaðaskóla
5 daga opin vinnustofa 7.- 11. nóvember 2022
kl. 09:00 – 16:00 (mán- fim) kl. 09:00 – 13:00 (fös)
Þátttökugjald 65.000 kr.
Kennarar: Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson
Jónas hefur mikla reynslu af kjötiðnaði og slátrun og vinnur nú ásamt búskap ýmis sjálfstæð verkefni tengd þróun og nýsköpun í matvælaiðnaði.
Rúnar Ingi sinnir ráðgjöf í gæðaferlum, innihaldslýsingum og næringargildisútreikningum. Einnig hefur hann lagt áherslu á pylsugerð og aðra fullvinnslu kjötafurða.
________________________________________
Opin vinnustofa í kjötiðn
Í vinnustofunni er farið í alla helstu þætti kjötvinnslu, með áherslu á nýtingu hráefna, staðbundið hráefni og handverk. Farið verður í gegnum úrbeiningu á lambi og hreindýri, bjúgna- og pylsugerð, söltun og reykingu, hráverkun, kæfu- og pategerð, þurrkun og áleggsgerð. Allir þátttakendur eru hvattir til að sýna frumkvæði og vinna að eigin hugmyndum tengdum kjöti og þróun kjötafurða.
Unnið er með hráefni í eigu skólans í sýnikennslu og æfingar fyrir þátttakendur en hvetjum þátttakendur að koma með eigið hráefni til að fullvinna á vinnustofunni. Möguleiki er að koma í hluta vinnustofunnar t.d. úrbeiningu, pylsugerð – vinsamlegast tilgreinið í skráningarformi slíkar beiðnir.
____________________________________________
Innifalið
Kennsla og fræðsla frá sérfræðingum, góð vinnuaðstaða, afnot af tækjum og tólum til kjötvinnslu. Afnot af hlýfðarfatnaði (bolur, svunta, höfuðfat). Hádegisverður og kaffiveitingar ásamt vatn, kaffi og te í boði á námstíma ásamt ýmsu smakki af þeim afurðum sem unnið er með.
Dvöl í Hallormsstaðaskóla
Njóttu þess að dvelja í Hallormsstaðaskóla á námskeiðstíma með skóginn umvafinn í kringum þig. Gisting getur verið styrkhæf – allar upplýsingar um kostnað er að finna í gjaldskrá skólans https://hskolinn.is/skolinn/gjaldskra undir heimavist.
Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja.
Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til [email protected]