Neistaflug

Fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina

2. August, 2018 - 5. August, 2018

Margar skemmtilegar hefðir hafa skapast í kringum þessa frábæru fjölskylduhátíð í Neskaupstað sem haldin hefur verið árlega síðan 1993.

Hátíðin er haldin yfir verslunarmannahelgina frá 2. til 5. ágúst og að venju er dagskráin fjölbreytt:

Hoppukastalar, Leikhópurinn Lotta, tjaldmarkaður, dansleikur með Stjórninni og stórtónleikar á sunnudagskvöldinu þar sem sjálfur Stuðmenn troða upp auk fleiri tónlistarmanna.

 

Þá er Barðsneshlaup haldið á laugardeginum en þetta magnaða víðavangshlaup er áskorun fyrir alla hlaupara og ógleymanlegt öllum sem taka þátt.

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Neistaflugi enda dagskráin fjölbreytt og af nægu að taka!