MÚSÍK OG MYNDIR : Wilco í Valhöll

Valhöll Eskifirði

29. May, 2022

MÚSÍK OG MYNDIR kynna: I Am Trying to Break Your Heart: A Film About Wilco í leikstjórn Sam Jones.
Í tilefni af því að nú styttist í útgáfu nýrrar plötu með gæða sveitinni Wilco og að hin margróðmaða heimildarmynd um sveitina I Am Trying to Break Your Heart: A Film About Wilco er 20 ára nú í júní verður myndin sýnd í Valhöll, Eskifirði.
Heimildarmyndin fjallar á náin og heillandi hátt um upptökur og líf sveitarinnar í kringum útgáfu á meistaraverkinu „Yankee Hotel Foxtrot“ sem kom út árið 2002.
Sú plata var djörf kúvending frá eldri útgáfum Wilco þar sem nýr hljóðheimur var alls ráðandi. Upptökurnar tóku á og urðu næstum til þess að sveitin leystist upp og hætti störfum. Útgáfufyrirtækið þeirra hafnaði plötunni og sagði upp samning við sveitna sem varð til þess að Wilco leitaði nýrra leiða á þeim tíma og fann sér fótfestu á ný með aðstoð internetsins. Platan var að lokum gefin út hjá nýjum útgefanda og hlaut gríðarlega góða dóma og frábærar viðtökur.
Músík og myndir eru félagsskapur áhugafólks um tónlist og kvikmyndir sem tengjast tónlist á einn eða annan hátt.
Aðgangur er ókeypis. Sjoppan verður opin.