Mugison – Já sæll Fjarðarborg

9. July, 2017

Við Jónas Sig og Ómar Guðjóns fórum saman í Borgó að skrifa texta fyrir nokkrum árum, það var ógleymanleg ferð. Ég hélt mig vera dreyma þegar ég sá Kalla Kóng synda yfir í Spa-ið, þegar hann kom uppúr sjónum grár einsog nýfætt tröllabarn, ég var ekki viss um að hann væri lifandi. Svo sendi hann strákana heim að sækja föt og wiskey. Sannur Kóngur. Einstakur staður

Tónleikarnir eru um klukkustund og vá! hvað það verður gaman!

Mugison byrja klukkan 21:00
Dagsetning: 9. júlí (sunnudagur)
Staður: Já Sæll Fjarðarborg, Borgarfjörður Eystri