MottuBingó!

Askur pizzeria

4. March, 2022 - 5. March, 2022

Liður í styrktardegi Mottumars á Aski er þetta frábæra gleðibingó! Góðir (misgóðir) vinningar og almenn gleði, spjaldið kostar 1000kr. sem rennur beint til MottuMars.
Í lok Bingós stigur Stefnir á svið og syngur okkur inní kvöldið!
Samhliða Bingói er Mottukeppni þar sem hægt er að heita á bestu mottuna í salnum og krýndur verður mottukóngur kvöldsins! Áheiti renna svo beint til Mottumars í þeirra frábæra málstað. Einnig mun Askur Pizzeria gefa 30% af andvirði þeirra pizza sem seljast yfir daginn.