Moses Hightower í HAVARÍ

2. September, 2017

Moses Hightower er hljómsveit sem er engri lík. Önnur eins hæfileikabúnt í tónsmíðum og hljóðfæraleik eru vandfundin. Þeir eru meistarar orðaleikjanna og eftir þá liggja lög og textar sem hafa skipað sér fastan sess í þjóðarsálinni. Moses Higtower á heilan turn af slögurum og við hlökkum til að kveðja sumarið og taka á móti haustinu með þeim. Það verður kátt á hjalla í Havarí laugardagskvöldið 2. september.

Tryggðu þér miða á tix.is