MasterClass í sápugerð

Tilraunaeldhúsið Hallormsstaðaskóla

12. March, 2022 - 13. March, 2022

Haldið í Tilraunaeldhúsi Hallormsstaðaskóla
Laugardaginn 12. mars 2022 kl. 09:00 – 16:00+
Sunnudaginn 13. mars 2022 kl. 09:00 – 16:00
Námskeiðsgjald 25.500 kr.
Kennari: Else Nielsen
____________________________________________
Að búa til heimagerðar sápur er skemmtilegt og umhverfivænt handverk. Það besta við heimagerðar sápur er að stjórna hvaða hráefni sett er í sápurnar.
MasterClass í sápugerð fá þátttakendur að kynnast heimi sápugerðar. Lögð verður sértök áhersla að kynna hvaða náttúrlegu efni er best að nota. Farið er vel yfir öryggisþætti, undirbúning fyrir sápugerð fyrir heimavinnslu, meðhöndlun hráefna og gerð uppskrifta. Þátttakendur læra á helstu tæki og tól til sápugerð ásamt því að læra um fjórar mismunandi aðferðir við sápugerð; melt and pour, cold process (CP), hot process (HP) og rebatching.
Þátttakendur gera mismunandi handsápur undir handleiðslu Else og fá að taka með heim.
____________________________________________
Innifalið
Kennsla og fræðsla frá sérfræðingi, afnot af tækjum og tólum til sápugerðar. Hráefni til verkefnavinnu og fræðsluefni með helstu upplýsingum um sápugerð og uppskriftum. Hver þátttakandi fær sápu til að taka með heim. Góð vinnuaðstaða og afnot af af hlýfðarfatnaði (bolur, svunta, höfuðfat, hlýfðargleraugu).
Vatn, kaffi og te í boði á námstíma.
Hægt er að kaupa hádegisverð á 1.850 kr.
Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja.
Vinsamlegast hafið samband við skólann ef óskað er eftir gistingu á staðnum.
Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til [email protected]