MasterClass – heimavinnsla mjólkurafurða

Tilraunaeldhúsið Hallormsstaðaskóla

8. March, 2022 - 9. March, 2022

Haldið í Tilraunaeldhúsi Hallormsstaðaskóla
Þriðjudaginn 8. mars 2022 kl. 10:00 – 16:00
Miðvikudaginn 9. mars 2022 kl. 09:00 – 16:00
Námskeiðsgjald 24.500 kr.
Kennarar: Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur
____________________________________________
Á þessu MasterClass fá þátttakendur að kynnast fjölbreytileika mjólkur og mjólkurafurða, helstu hugtök í mjólkurfræðum, hlutverk efna mjólkurinnar og þann mikla tegundafjölda sem framleiddur er úr mjólk. Farið yfir grunnatriði ostagerðar og kenndar einfaldar aðferðir við ferskar og súrar mjólkurafurðir. Innsýn í smásæjan heim gerla og hvata, nýtingu þeirra í framleiðslu – góðir og vondir gerlar ræddir, hvað ber að forðast og hvað skal kalla fram. Rætt er um tæki, tól og aðstöðu sem þarf til heimavinnslu mjólkurafurða. Ostasmakk þar sem bragðað er á innlendum og erlendum ostum með sérfræðingi og rýnt í eignleika þeirra. Þátttakendur framleiða 2 – 3 tegundir mjólkurvara sem næst að fullgera á tveimur sólarhringum, eins og skyr, jógúrt, ferskost og fetaost.
____________________________________________
Innifalið
Kennsla og fræðsluefni frá sérfræðingi, krukka með eigin fetaosti, góð vinnuaðstaða, afnot af tækjum og tólum til verkefnavinnu. Afnot af hlýfðarfatnaði (bolur, svunta, höfuðfat). Vatn, kaffi og te í boði á námstíma.
Hægt er að kaupa hádegisverð á 1.850 kr.
Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja.
Vinsamlegast hafið samband við skólann ef óskað er eftir gistingu á staðnum.
Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til [email protected]
Tilraunaeldhús Hallormsstaðaskóla er styrkt af Lóu – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina og Sóknaráætlun Austurlands.