Ljósaganga á Dögum myrkurs

30. October, 2021

Ljósaganga á Dögum myrkurs
Laugardaginn 30. október kl. 19:30
Gengið frá Álfheimum, Borgarfirði eystri

Ljósaganga að Lindarbakka laugardaginn 30. október í tilefni af Dögum myrkurs á Austurlandi.

Lagt verður af stað í ljósagönguna frá bílastæðinu við Ferðaþjónustuna Álfheima kl. 19:30. Ýmsar óvæntar uppákomur á leiðinni. Hver og einn taki með sér ljós af einhverju tagi í gönguna og íbúar eru hvattir til að setja ljós við hús sín til að lýsa upp skammdegið.

Takið daginn frá og eigum notalega stund saman.

Nánar auglýst síðar.

Viðburðurinn er styrktur af Brothættum byggðum og er hluti af viðburðarröð við Lindarbakka.