Lay Low og FM Belfast

30. June, 2017 - 1. July, 2017

FÖS/FRI 30. JÚNÍ = LAY LOW
LAU/SAT 1. JÚLÍ = FM BELFAST

Sumar í Havarí rúllar áfram eins og enginn sé morgundagurinn og fyrsta helgin í júlí verður einstaklega glæsileg!

Föstudagskvöldið 30. júní mætir LAY LOW á svæðið. Lay Low spratt fram á sjónarsviðið árið 2006 og á augabragði heillaði hún þjóðina upp úr skónum með sínum einstaka sjarma og þroskuðum lagasmíðum. Síðan þá hefur hún fylgt okkur sem einn fremsti blús-, folk- og rokklistamaður þjóðarinnar. Það er gríðarlegur hvalreki að fá Lay Low í Havarí og öruggt mál að áhorfendur eiga magnaða kvöldstund í vændum. Á undan Lay Low mun Katrín frá Núpi stíga á stokk en Katrín er ung og rísandi stjarna af Berufjarðarströnd.

Daginn eftir laugardagskvöldið 1. júlí er svo röðin komin að FM Belfast

FM belfast hélt ógleymanlega tónleika í Havarí síðasta sumar og vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn. FM Belfast ganga lengra í sviðsetningu og almennri sturlun en önnur bönd, þau setja allt á hvolf og það er algjörlega ómögulegt að standa kyrr. Þau hafa sprengt þök af tónleikahöllum í öllum heimsálfum og munu verða fyrst til að fara til tunglsins. Klæddu á þig dansskóna, settu upp svitabandið og búðu þig undir alvöru sveitaball.

Á sunnudeginum slökum við svo á, fáum okkur vöfflu og hlustum á fuglana syngja.

Það er því morgunljóst að aðal stuðið verður í Berufirði þessa helgi og því mál til komið að viðra tjaldið, setja puttann út og bruna austur!!!

Forsala á hvorn viðburð fyrir sig er á tix.is

Við þökkum Rás 2, Bílaleiga Akureyrar / Europcar og Bríó fyrir að styðjaSumar í Havarí