Krakkaferð á Víknalóðir

27. June, 2020 - 28. June, 2020

krakkaferð á Víknaslóðir er sérstaklega hugsuð fyrir fjölskyldur og yngri kynslóðina og því farið hægara yfir.

Gengið er frá Borgarfirði eystri til Breiðuvíkur í gegnum Brúnuvík og gist í skála ferðafélagsins í Breiðuvík. Kjötsúpa í skála fyrir þreytta og örugglega stolta ferðalanga. Daginn eftir er gengið frá Breiðuvík og yfir í Húsavík þar sem hópurinn sameinast í bíla til baka á Borgarfjörð. Verð: 10.000 f. fullorðna. Frítt fyrir börn undir 18 ára.
Innifalið: Fararstjórn, skálagisting og trúss.
Þórdís Kristvinsdóttir og Hildur Bergsdóttir leiða ferðina.

Skráning á [email protected].

Ferð er styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Fljótsdalshéraði og Lífheim ehf.