Konur í mynd

31. July, 2021 - 27. August, 2021

Kristín Rut Eyjólfsdóttir: Konur í mynd

Gallerí Klaustur, Skriðuklaustri.

 

Kristín Rut Eyjólfsdóttir býr á Egilsstöðum og er fædd árið 1980.
Málverk hennar eru gróf, efnismikil og með einstaklega áhugaverða áferð.
Hún málar bæði abstrakt og ákveðin myndverk og hefur dularfullan skilning á formum, andstæðum og litameðferð.

Hún fer sínar eigin leiðir í myndsköpun sem áhugalistamaður.

Kristín hefur haldið nokkrar einkasýnigar og einnig tekið þátt í samsýningum.

Sýningin er opin á opnunartíma Skriðuklausturs 10 – 18. alla daga.