Komdu í partý

2. July, 2021

Komdu í partý á Egilsstöðum
Föstudaginn 2. Júlí kl. 21:00 í Tehúsinu
Verð: 2.990 kr.

Svenni og Benni eru enn að kynnast en hafa spilað saman í mörg ár og jafnvel búið saman. Söngur-kassagítar-kassatromma og fl. búa til skemmtilegustu partýin.

Komdu í Partý eru tónleikar þar sem spiluð eru lögin sem þú þekkir og syngur með. Þú verður að passa að skemmta þér ekki of vel á þessum tónleikum. Raddleysi og strengir í kálfum geta verið fylgikvilli eftir tónleika.

Þeir verða víðsvegar um landið í sumar svo verið vakandi hvort skemmtilegasta partýið sé nokkuð í ykkar póstnúmeri.