Jónas Sig og Ritvélar

27. June, 2017

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar ætla endurtaka leikinn frá því í fyrrasumar og fara í útilegutúr hringinn í kringum landið, nema í þetta sinn eru það fleiri dagar og fleiri staðir.

Eftirvæntingin er mikil enda finnst þessari hljómsveit fátt skemmtilegra en að heimsækja bæi, þorp og sveitir hringinn í kringum landið, hitta frábært fólk og drekka í sig íslenska náttúru.

Síðasta sumar komust oftar en ekki færri að en vildu svo það borgar sig að tryggja sér miða.

Tónleikarnir eru frá 21:00 – 23:30 í Bláu Kirkjunni.

https://midi.is/tonleikar/1/10090/Jonas_Sig_og_Ritvelar_framtidarinnar