Jónas Sig & hljómsveit – Tónleikar í Sköpunarmiðstöðinni

22. May, 2021

Jónas Sig & hljómsveit – Tónleikar í Sköpunarmiðstöðinni
Laugardaginn 22. maí kl. 21:00
Húsið opnar kl. 20:30 – við biðjum fólk að mæta tímanlega.
Miðaverð: 3.500 kr.-

Forsalan er hafin á Tix.is en miðar verða einnig seldir við innganginn á meðan húsrúm leyfir og tekið er við peningagreiðslum og posagreiðslum.

Tónlistarmaðurinn Jónas Sig kemur fram á tónleikarröð Sköpunarmiðstöðvarinnar ásamt hljómsveit. Jónas Sig mun bjóða tónleikagestum í ferðalag um tíma og rúm í gegnum tónlist af öllum plötunum sínum fjórum ásamt því að ræða um lífið og tilveruna eins og honum einum er lagið.

Með Jónasi kemur fram hljómsveitin sem hefur fylgt eftir plötunni Milda hjartað en hana skipa trommuleikarinn Arnar Gíslason, Guðni Finnsson sem spilar á bassi, Tómas Jónsson á hljómborð og gítarleikarinn Ómar Guðjónsson.

Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Menningarstofu Fjarðabyggðar og Tónlistarmiðstöð Austurlands. Uppbyggingarsjóður Austurlands styrkir verkefnið.

Við minnum fólk á þær reglur sem eru gildi vegna covid19 – frekari upplýsingar er að finna hér https://bit.ly/2AUdvha.