Íslenskar söngperlur

8. August, 2017

Þórhildur Örvarsdóttir söngkona og Helga Kvam píanóleikari munu flytja íslenskar söngperlur í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð þeirra um landið undir yfirskriftinni Íslenskar söngperlur í áranna rás

Á dagskrá eru lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Pál Ísólfsson, Sigfús Halldórsson, Eyþór Stefánsson, Árna Thorsteinsson, Jóhann Helgason, Gunnar Þórðarson, Valgeir Guðjónsson og fleiri.

Þórhildur og Helga hafa starfað saman í nokkur ár og eru báðar í kvennahljómsveitinni Norðlenskar konur í tónlist. Þær eru þekktar fyrir einstakan samhljóm og skemmtilega sviðsframkomu og er óhætt að lofa góðri kvöldstund þar sem íslensku söngperlurnar í gegnum árin munu draga fram minningar þeirra sem á hlýða.

Aðgangseyrir er krónur 2500 við innganginn.