Íslensk og Norræn sönglög fyrir píanó og sópran

20. June, 2020

Þann 20. júní kl. 20:00 halda Þóra Einarsdóttir sópran og Peter Máté píanóleikari tónleika í Mennigarstofu Fjarðabyggðar á Eskifirði.

Efnisskrá:

“Frá norrænum slóðum” – Sönglög eftir norræn og íslensk tónskáld;
Edvard Grieg, Jean Sibelius, Carl Nielsen, Wilhelm Stenhammar, Agathe Backer Grøndahl, Jón Laxdal, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigfús Einarsson, Árni Þorsteinsson, Sigvaldi Kaldalóns, Þórarinn Guðmundsson, Páll Ísólfsson, Jón Þórarinsson, Jórunn Viðar, Tryggvi M Baldvinsson og Elínu Gunnlaugsdóttur.

Þóra Einarsdóttir og Peter Máté eru bæði prófessorar Listaháskóla Íslands en þau eiga langan ferill að baki. Að undanförnu hafa Þóra og Peter æ oftar komið fram saman, síðast á Ítalíu 2017 og í Salnum í Kópavogi 2018.

Miðasala við innganginn og miðaverð er 2000 kr. og fá eldri borgarar fá frítt inn á viðburðinn.