Innsævi: Tónleikar með Tríó Sunnu Gunnlaugs

20. June, 2024

Tríó Sunnu Gunnlaugs kemur fram í Tónlistarmiðstöð Austurlands, á Eskifirði, fimmtudaginn þann 20. júní kl. 20:00.
Tríóið hefur verið í fararbroddi íslenskra jazzleikara í yfir áratug. Þau hafa komið fram víða um heiminn og hlotið lof fyrir sinn ljóðræna jazz sem nær jafnt til jazzaðdáenda sem annarra tónlistarunnenda. Tríóið hefur gefið út 5 hljóðritanir sem allar hafa hlotið frábærar viðtökur og umfjallanir í erlendum fjölmiðlum sem og tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Tríóið skipa: Sunna Gunnlaugs á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.
Miðaverði á tónleika Innsævis er stillt í hóf og er það 2.500 kr. Frítt á tónlistarviðburði fyrir 16 ára og yngri.