Hátíðardagskrá 17.júní í Fjarðabyggð

17. June, 2024

Fjarðabyggð heldur 17. júní hátíðlegan í samstarfi við íþróttahreyfinguna í Fjarðabyggð og fer hátíðardagskrá sveitarfélagsins fram til skiptis í hverjum bæjarkjarna. Hátíðardagskráin í ár fer fram við Salthúsmarkaðinn á Stöðvarfirði.

Hátíðardagskrá 17. júní í Fjarðabyggð

Dagskrá 17. júní

12:20  – 12:45  Afhjúpun og vígsla á upplýsingaskiltum við Stöðvarkirkjugarð og um fornleifauppgröftinn við Stöð

13:00 – 13:15  Ávarp forseta bæjarstjórnar

13:15 – 13:30   Ávarp Fjallkonunnar – Margarette Sveinbjörnsdóttir

13:30 – 13:50 Tónlistaratriði með börnum úr tónlistarskólum Fjarðabyggðar

13:30 – 16:00   Hoppukastalar fyrir börnin

13.30 – 16:00 Andlitsmálning og götulist með Skapandi sumarstörfum

13:30 – 14:00  Kaka í tilefni af 80 ára lýðveldisafmæli Íslands Lýðveldiskaka borin fram í boði forsætisráðuneytisins.

13:45 – 14:30  Grillaðar pylsur

13:30 – 15:00  Slökkvilið Fjarðabyggðar býður gestum að skoða nýjan slökkvibíl

14:00 – 15:00  Sápukúlufjör

 

17. júní kaffi á vegum félags eldri borgara verður í Balaborg frá klukkan 14:00 – 16:00

Fleira skemmtilegt á Stöðvarfirði

Ýmislegt áhugavert og skemmtilegt er að sjá og skoða á Stöðvarfirði og tilvalið að nýta ferðina.

Steinasafn Petru 9-17

Salthúsmarkaðurinn 10 -17

Gallerí Snærós 11:00 – 17:00