Grýlugleði í Skriðuklaustri

Grýlugleði

28. November, 2021

Árleg skemmtun með söng og sögum um Grýlu og hyski hennar þar sem sagnálfar og gaulálfar bregða á leik. Mögulega líta gömlu hjónin við í leit að fýlupokum og óþekktaröngum.
Klausturkaffi verður með fjölskylduvænt jólahlaðborð frá kl. 12 og einnig kökuhlaðborð eftir viðburðinn.
Vegna fjöldatakmarkanna er nauðsynlegt að bóka sig á Grýlugleðina að þessu sinni og skrá með kennitölu alla sem eru fæddir 2015 og fyrr. Börn fædd 2016 og síðar þarf líka að skrá til að fjöldi gesta sé á hreinu.
Ef að aðsókn verður mikil verður önnur sýning kl. 15 sama dag.
Aðgangur að Grýlugleðinni er ókeypis og við biðjum fólk um að skrá sig inn á Evenbrite (https://www.eventbrite.com/e/211034960247) eða hringja í okkur á skrifstofutíma í síma 471 2990