Gönguvikan í Fjarðabyggð

19. June, 2020 - 26. June, 2020

Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð er með stærstu útivistarviðburðum ársins. Í boði eru á fimmta tug viðburða þá viku, bæði gönguferðir og skemmtanir, en vikan er ekki síður skilgreind sem gleðivika. Áhersla er lögð á fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, s.s. fjölskyldugöngur, sögugöngur og göngur fyrir alvöru fjallagarpa. Á kvöldin verður brugðið á leik með kvöldvökum og sjóræningjapartíum.

Vikan stendur frá laugardegi til laugardags og fyllir átta heila daga af fjölbreyttum viðburðum og frábærri útivist. Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri.
Gönguleiðarkorti og dagskrá er dreift um allt Austurland.