Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

26. July, 2018 - 29. July, 2018

Franskir dagar eru haldnir á Fáskrúðsfirði í júlí, helgina fyrir verslunarmannahelgi, og eru með stærri sumarhátíðum landsins. Þessi skemmtilega þriggja daga bæjarhátíð er sérstök fyrir tengsl Fáskrúðsfjarðar við Frakkland og er veru franskra sjómanna fyrr á öldum minnst með margvíslegum hætti. Heimamenn og gestir gera sér glaðan dag.

Meðal skemmtiatriða í ár eru leiksýning frá Leikhópnum Lottu, tónleikar með KK, kenderísganga og hið árlega Íslandsmeistaramót í pétanque (franskt kúluspil sem allir geta leikið).