FJALLASKÍÐAHELGI Á HVÍTASUNNU – ÓBYGGÐASETUR

29. May, 2020 - 1. June, 2020

Fjallaskíðahelgi á Hvítasunnu.

Fyrirhuguð er fjallaskíðahelgi á Austurlandi í lok maí eða um Hvítasunnuhelgina.
Hugmyndin er að þátttakendur komi austur á föstudeginum 29. maí en skíðadagar verða tveir (lau 30. og sun 31.). Mánudagurinn 1. júní (Annar í Hvítasunnu) yrði síðan ferðadagur.
Gist verður á Óbyggðasetrinu í Fljótsdal (Wilderness center) en þar eru aðstæður fullkomnar fyrir útivistarhópa.
Innifalið í verði er gisting í 3 nætur, morgunmatur 3 morgna, nesti fyrir 2 daga, kvöldmatur 3 kvöld, leiðsögn 2 daga á fjöllum auk heitra potta og sauna.
Einnig verður hægt að kaupa skíðadagana sér fyrir heimamenn og þá sem það kjósa.
Skráning í ferðina er á [email protected]
ATH takmarkaður fjöldi.
Verð á mann: 79.900,-

Við reiknum með tveimur skíðadögum á Snæfelli eða annan daginn á öðru fjalli ef aðstæður leyfa.

Fararstjórar verða: Skúli Júl, Óskar Ingólfs og Helgi Jóhannesson.