FJALLASKÍÐA- OG SPLITBOARD DRAUMUR Á SEYÐISFIRÐI

28. May, 2020 - 2. June, 2020

Fjallaskíða- og splitboard draumur á Seyðisfirði!

28. maí – 2. júní 2020

Austfirðir bjóða upp á ógrynni möguleika fyrir byrjendur sem lengra komna í fjallaskíðun. Fjöllin rísa allt að 1300metra upp úr sjó og eru miklar snjóakystur. Það er ekki hægt að ýminda sér betri stað til að gera út í svona leiðangur heldur en Seyðisfjörð. Eitt elsta bæjarstæði landsins, umkringt háum fjöllum, iðandi menningarlíf og landsþekktir veitingastaðir.
Þessi ferð er því upplifun fyrir öll skynfærin!

Við gistum í Lónsleiru, nýjum og glæsilegum íbúðum í miðjum bænum með útsýni yfir lónið og til fjalla. Íbúðirnar verða vel útbúnar til morgunmatagerðar. Skaftafell Bistró, í aðeins 200m fjarlægð frá íbúðunum, sér um nestispakka fyrir daginn og svo verður snæddur vel útilátinn kvöldverður eftir góðan dag á fjöllum.

Yfir leiðsögumaður er Ívar Pétur Kjartansson, margreyndur leiðsögumaður og uppalinn Seyðfirðingur sem þekkir fjöllin eins og handabakið á sér.