Ferð til fjár

17. April, 2021 - 24. May, 2021

Vorsýning í stássstofu Skriðuklausturs!

Sýningin nefnist „Ferð til fjár“ og unnin í samvinnu HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Gunnarsstofnunar og er inntak hennar íslenska sauðkindin. Á sýningunni getur að líta fjölbreytt handverk og listmuni víða að af landinu.

Sýnendur eru:

  • Anna Gunnarsdóttir
  • Ásthildur Magnúsdóttir
  • Hélène Magnússon
  • Fræðasetur um forystufé
  • Sólóhúsgögn
  • Ullarselið

Sýningin stendur frá 17. apríl til  24. maí 2021 á opnunartíma Skriðuklausturs.

Eins og staðan er núna með öllum sóttvarnarfyrirvörum þá er opið á Skriðuklaustri alla daga: í apríl virka daga 12-16 og um helgar 12-17 en í Maí verður opið alla daga 12-17. Í sumar júní, júlí og ágúst er opið 10-18 alla daga. Við reynum að nota facebookina líka til að miðla upplýsingum og við fylgjum tilmælum sóttvarnarembættis svo ef eitthvað breytist þá þurfum við mögulega að breyta líka.