Eyrnakonfekt í Tónlistarmiðstöð Austurlands

Tónlistarmiðstöð Austurlands

17. February, 2022

Hér er um að ræða bráðfyndna tónleika með nýjum íslenskum samsöngslögum, dúettum, tríóum og kvartettum. Lögin eru fyrir söngvara og píanó og skiptast í þrjá flokka eftir efni: Sumarlög, Matarlög og Lög um ástina. Þórunn Guðmundsdóttir semur bæði texta og tónlist, en hún hefur getið sér gott orð fyrir bæði tónverk og sviðsverk (leikrit og óperur). Flestir textarnir eru bráðfyndnir. Orðaleikir og glettni eru í fyrirrúmi auk þess sem tónlistin er á léttum nótum en heillandi og falleg. Lögin eru auk þess ljóðræn og yndisleg áheyrnar.

Flytjendur:
Björk Níelsdóttir, sópran
Erla Dóra Vogler, mezzó-sópran
Eyjólfur Eyjólfsson, tenór
Hafsteinn Þórólfsson, baritónn
Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari

Aðgangseyrir: 2.500 kr, en 2.000 kr fyrir nema og ellilífeyrisþega. Tónleikarnir eru styrktir af Fjarðabyggð, Síldarvinnslunni í Neskaupstað, Hótel Héraði, Vök og Menningarsjóði FÍH.

Athugið að gildandi samkomureglur munu líklega hafa einhver áhrif á fjölda tónleikagesta, grímuskyldu eða framvísun staðfestingar á neikvæðu hraðprófi. Upplýsingar verða uppfærðar þegar nær dregur.