Eistnaflug 2018

Rokkhátíð í fjarðaumhverfi

11. July, 2018 - 14. July, 2018

Eistnaflug hefur á síðustu árum orðið ein athyglisverðasta tónlistarhátíð landsins og á síðasta ári hlaut hún bæði Eyrarrósina og Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarhátíð ársins.

Þungarokkshátíð í Neskaupstað sem þekkt er fyrir friðsamlega stemmningu þar sem rokkarar skemmta sér með heimamönnum eins og engin sé morgundagurinn. Á seinni árum hefur dagskráin orðið fjölbreyttari og flestir ættu að finna tónlist við sitt hæfi en kjarninn í dagskránni er þó ætíð hart og kraftmikið rokk.

Á þriðja þúsund gesta sækja Neskaupstað heim þessa daga og stór hluti gesta kemur ár hvert sem ætti að vera vitnisburður um skemmtanagildi Eistnaflugs. Við vekjum líka athygli fólks á þeim afþreyingarmöguleikum sem í boði eru fyrir gesti sem vilja hvíla eyrun áður en skundað er í íþróttahúsið á næstu tónleika.