dj. flugvél og geimskip í Beituskúrnum

1. July, 2021

dj. flugvél og geimskip kemur fljúgandi í Beituskúrinn þann 1. júlí og leikur músík utan úr geimnum ásamt tónum frá hafsbotni.

Tónleikar með dj. flugvél og geimskip eru ávallt sjónarspil og gleðisprengja en hún blandar saman áhrifum frá öllum heimshornum og býr til sögur á tónleikum sem draga áhorfendur með í framandi heima.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri en það er óhætt að segja að tónleikar með dj. flugvél og geimskip eru alltaf einstaklega litríkir og hressandi.
Tónleikarnir eru hluti af TÓNAflugi og í boði SÚN, Beituskúrsins og Menningarstofu Fjarðabyggðar.

Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum.