Dagar myrkurs: opið hús og matur

28. October, 2021

Dagar myrkurs: opið hús og matur
Fimmtudaginn 28. október kl. 18:00
Balaborg, Stöðvarfirði

Í tilefni Daga myrkurs á Austurlandi verður Jaspis, félag eldri borgara á Stöðvarfirði, með opið hús á Balaborg. Hægt verður að kaupa skuggalegan málsverð, svarta grauta, kolsvart kaffi, brúnt suðusúkkulaði og dökkar munnþurrkur. Ekki sakar að gestir mæti með sólgleraugu eða augnleppa, einnig grín og gaman.
Verð kr. 1.000.- fyrir 11 ára og eldri. Frítt fyrir 10 ára og yngri.