Dagar myrkurs: Benni Hemm Hemm & The Melting Diamond Band

29. October, 2021

Dagar myrkurs: Benni Hemm Hemm & The Melting Diamond Band
Föstudaginn 29. Október kl. 20:00
Tónlistarmiðstöð Austurlands, Eskifirði
Miðaverð: 2.500 kr. (frítt fyrir 16 ára og yngri)

Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band er harðasta og brjálaðasta útgáfan af hljómsveit Benna Hemm Hemm sem heyrst hefur í hingað til. Svo hörð og brjáluð er hún að hún þarf sérstakt nafn og heila útgáfuröð sér til heiðurs. Á næstu mánuðum mun Mengi gefa út heila röð verka sem koma út undir nafninu Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band. Fyrsta platan dregur nafn sitt af spunaverkunum tveimur: CHURCH / SCHOOL sem flutt verða á einstöku tónleikum á Dögum myrkurs í Fjarðabyggð.

Verkin tvö sem koma út á þessari plötu eru bæði nálægt því að vera hálftími að lengd og dugir það rétt svo til að koma því til skila sem komast þarf. Í verkunum má heyra flæðandi kaótískar útsetningar fyrir saxófóna, flautur, orgel, fiðlur, trommur, píanó og þarna má heyra upptökufrumraun laumusópranstjörnu.

Þetta verða epískir tónleikar og ævintýraferð í senn á Dögum myrkurs en Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band mun fara víða að kynna þessi sköpunarverk sín og er Tónlistarmiðstöð Austurlands einn af fyrstu áfangastöðunum. Ekki missa af þessari eintöku upplifun!

Eftir tónleikana heldur stuðið áfram í Valhöll á Eskifirði þar sem tvö myndbönd við spunatónverk Benna Hemm Hemm, sem tekin eru upp og sett saman af breska myndlistarmanninum Peter Liversidge verða heimsfrumsýnd í Valhöll klukkan 10:00.

Verkin eru samtals um 50 mínútur að lengd og verða sýnd í heild sinni í fyrsta sinn. Peter Liversidge verður á staðnum og hægt verður að spyrja hann út í verkin að sýningu lokinni.

Miðaverð: 2500 krónur en það er frítt fyrir 16 ára og yngri.