Dagar myrkurs: Afturgangan

29. October, 2021

Dagar myrkurs: Afturgangan
Föstudaginn 29. Október kl. 18:00-19:30
Tækniminjasafnið/Vjelsmiðja Jóhanns Hanssonar, Seyðisfirði

Tækniminjasafn Austurlands býður ykkur í gönguferð í gegnum myrkvaðan bæinn og aftur til fortíðar!

Afturgangan hefst við Vjelsmiðju Jóhanns Hanssonar kl.18:00 þann 29. október næstkomandi.

Vjelsmiðjan verður lýst upp að innan og biðjum við bæjarbúa að safnast þar fyrir framan. Götuljósin verða slökkt í bænum og eru bæjarbúar eindregið hvattir til að myrkva hús sín á meðan gangan fer fram.

Á milli 18:00 -19:30.

Göngufólk er hvatt til þess að koma með luktir, blys, kyndla, höfðuljós eða einhverja ljóstýru með sér í gönguna.

Við munum enda saman á Hótel Öldunni þar sem boðið verður upp á heitt kakó og kleinur á meðan birgðir endast.

Hittumst og göngum saman í drungalegu myrkrinu og lýsum það upp!

Tækniminjasafn Austurlands og Hótel Aldan.