Coney Island Babies

í Egilsbúð

21. April, 2021

Norðfirska rokkhljómsveitin Coney Island Babies blæs til tónleika í Egilsbúð, Neskaupstað, miðvikudagskvöldið 21. apríl.

Húsið opnar klukkan 19:30 og talið verður í fyrsta lag klukkan 20. Við mælum með stundvísi.

Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Menningarstofu Fjarðabyggðar og hann nýtur styrks frá Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN).

Við minnum fólk á þær reglur sem eru gildi vegna covid19 þar sem kveðið er á um grímuskyldu og fleira – frekari upplýsingar hér

Og síðast en ekki síst Hákon vinur okkar Hildibrand verður með Happy Hour á barnum sínum á Hildibrand Hótel frá kl. 17:00-19:00.

Hlökkum óskaplega til að sjá ykkur!
Geir Sigurpáll Hlöðversson (830 8301)
Guðmundur Höskuldsson (843 7798)
Jón Hafliði Sigurjónsson (868 5226)
Jón Knútur Ásmundsson (895 9982)
Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir (844 0059)

Um Coney Island Babies
Hljómsveitin var stofnuð 7. febrúar 2004. Undir þokumettuðum himni, í kjallara í Neskaupstað, hóf hún æfingar og hefur ekki enn hætt en æfir núorðið í bílskúr.

Coney Island Babies staðfestu tilvist sína með útgáfu platnanna Morning to Kill árið 2012 og Curbstone árið 2020.

Hljómsveitin lýsir sér sem indíbandi, innblásið af þungum og þéttum takti hinnar norðfirsku öldu og tregafullri tilvist hins miðaldra nútímamanns.

Coney Island Babies er á Spotify