BREK á Borgarfirði eystri

Fjarðarborg

1. July, 2022

Hljómsveitin Brek heldur tónleika í Fjarðarborg, Borgarfirði eystri, föstudagskvöldið 1.júlí kl. 21:00.
Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Já Sæll Fjarðarborg en aðgangseyrir er einungis 2500 kr. – posi á staðnum.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar hringinn í kringum landið sumarið 2022. Á dagskránni verða frumsamin lög af fyrstu plötu sveitarinnar í bland við skemmtileg tökulag, m.a. íslensk dægurlög og amerísk þjóðlög.
Brek hlaut nýlega Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins í flokki Þjóðlaga- og heimstónlistar.