Bræðslan 2021

24. July, 2021

Bræðslan er tónlistarhátíð sem leggur áherslu á fagmannlega umgjörð og metnaðarfulla dagskrá, en umfram allt að efla menningarlíf á Borgarfirði og Austurlandi. Hátíðin hlaut Eyrarrósina árið 2010 fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni.

Bræðslutónleikarnir sjálfir fara ætíð fram á laugardagskvöldinu en dagana á undan eru fjölbreyttir Off-Venue tónleikar í Fjarðarborg, í Álfacafé og víðsvegar um þorpið.

Bræðslan 2021 verður haldin laugardagsköldið 24. júlí. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.