Bláa Kirkjan: Inigbjargir

10. July, 2024

Í dúóinu „Ingibjargir“ eru söngkonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir og tónskáldið Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir. Nýlega kom út fyrsta plata Ingibjarga sem ber heitið „Konan í speglinum“, sem finna má á helstu streymisveitum, en hún inniheldur fimmtán frumsamin sönglög við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur, skálds. Bakgrunnur Ingibjarga spannar klassík, djass og þjóðlagatónlist með áherslu á frjálsan spuna og tónlist þeirra einkennist af þessari margslungnu blöndu ólíkra stíla. Tónlistinni hefur verið lýst sem töfrandi blöndu hins ævaforna og nútímalega; flæði á milli þess hefðbundna og tilraunakennda.

In the duo “Ingibjargir” are singer Ingibjörg Friða Helgadóttir and composer Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir. Ingibjargir released their first album called “Konan í speglinum” recently (which can be found on all main streaming services). It contains fifteen original songs based on poems by Ingibjörg Haraldsdóttir, poet. The background of Ingibjargir spans classical, jazz and folk music with an emphasis on free improvisation, and their music can be characterized by this intricate mixture of different styles. Their music has been described as a magical blend of the ancient and the modern; a flow between the traditional and the experimental.