Aurora

28. July, 2021

Olga Vocal Ensemble er a cappella sönghópur sem hefur verið starfræktur síðan árið 2012. Hópurinn hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan, að undanskildu árinu 2020. Hópurinn er skipaður 5 mönnum, þrír þeirra eru búsettir í Hollandi og tveir á Íslandi.

Þema tónleikanna er Aurora, Norðurljósin mála fallegar myndir á himnum á dimmasta tíma ársins, eitthvað sem Olga vill gera með röddum sínum. Efnisskráin er fjölbreytt og lögin tengjast þema tónleikanna á einn eða annan hátt.

Tónleikarnir í Seyðifjarðarkirkju hefjast kl 20.30 og er aðgangseyrir er 3000.kr (2000 fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja). Við bendum á spennandi tilboð sem finna má í Austurlands appinu – 20% afsláttur fyrir notendur appsins
_ _ _