Án mistaka verður engin nýsköpun !

28. May, 2024

Nýsköpunar- og klúðurkvöld, þriðjudaginn 28. maí kl. 17 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Kynning verður á nýsköpunar­hraðlinum Austan­átt sem fer af stað í lok sumars. Af því tilefni verður boðið upp á frásagnir af klúðri og mislukkuðum verkefnum. Tilgangurinn er að auka umburðarlyndi fyrir mistökum því ef við þorum ekki að gera mistök verður engin nýsköpun til.
Klúðurkvöld byggir á alþjóðlegri fyrir­mynd og er vettvangur þar sem hægt er að deila öllu því sem fer úrskeiðis við vinnu hugmynda og verkefna, í stað þess að segja aðeins frá því sem gengur eins og í sögu.
Stjórnandi kvöldsins er Arnar Sigurðsson frumkvöðull en hann er
m.a. þekktur fyrir að vera einn af stofnendum Karolina fund, koma á fót Blábankanum á Þingeyri og stýrir í dag sköpunarrýminu Hafnar.haus í miðbæ Reykjavíkur.
Hvetjum öll áhugasöm, bæði þau sem eru með hugmyndir í kollinum og þau sem eru bara forvitin, að koma og njóta saman. Léttar veitingar í boði og vandræðaleg stemning.
Nánari upplýsingar: austurbru.is
Austurbrú, East of Moon, Austanátt og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið