Allra veðra von – sirkussýning á Vopnafirði

29. July, 2021

Allra veðra von – sirkussýning á Vopnafirði
Fimmtudaginn 29. júlí kl. 18:00-19:00
Staðsetning: Merkistún
Verð: 3.500 kr. (fjölskyldu afsláttur ef keyptir eru 4 miðar)

Allra veðra von – nýsirkussýning fyrir fólk á öllum aldri, utandyra um allt land í sumar!

Hringleikur sýnir ALLRA VEÐRA VON á Merkistúni á Vopnafirði þann 29. júlí kl. 18:00.

Akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri.
Hópurinn sýndi verkið á Vopnafirði á meðan það var í vinnslu á Austurlandi síðasta haust, og það gleður okkur að snúa nú aftur með fullunna sýningu!

Við hvetjum alla til að bóka fyrirfram, enda gerir það okkur kleyft að upplýsa miðahafa ef aðstæður krefjast þess.

Miðasala og nánari upplýsingar:
https://tix.is/is/event/11407/allra-ve-ra-von/

Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur áhorfanda á öllum aldri, auk þess að hljóta Grímuverðlaunin 2021 fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins!

Sýningin er styrkt af Sóknaráætlun Austurlands og unnin í samstarfi við Austurbrú og Vopnafjarðarhrepp.