Ævintýrasamvera í Hallormsstaðaskógi

28. October, 2021

Ævintýrasamvera í Hallormsstaðaskógi
Fimmtudaginn 28. október kl. 17:00
Sjoppan/Ísbúðin, Hallormsstaðaskógi

Nú þegar veturinn er formlega genginn í garð og Dagar myrkurs framundan, ætlum við að búa til ævintýralega vetrarsamveru fyrir börn og foreldra/forráðmenn þeirra í Hallormsstaðaskógi næsta fimmtudag. Mæting er við sjoppuna/ísbúðina á Hallormsstað kl 17:00, stutt ganga í gegnum skóginn, eldkjötsúpa, varðeldasöngur og sögustund, vasaljós og kakó. Áætluð heimkoma er um 19:00.

Umsjón er í höndum Hildar Bergsdóttir og Þórdísar Kristvinsdóttur og er þátttaka öllum að kostnaðarlausu.

Það er nauðsynlegt að skrá sig í þessa vetrarsamverustund og er það gert á [email protected]. Skráningar þurfa að berast fyrir miðvikudaginn 27. október svo það væri hjálplegt ef viðburðinum yrði dreift sem víðast á meðal áhugasamra foreldra og barna.

Samverustundin er hluti af verkefninu Ævintýra- og náttúruferðir fjölskyldunnar sem er styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, gamla sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði og Lífheim ehf.