Ævintýraleg raftónlist með Mikael Lind

Beituskúrinn - The Bait Shack

16. July, 2022

kl.21:00

Raftónlistarmaðurinn Mikael Lind er þekktur fyrir svífandi ambient tónlist sína og hefur hann verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna síðastliðin tvö ár í röð.

Í Beituskúrnum kveður við nostalgískan tón hjá Mikael þar sem hann tekur smá skref aftur til baka og flytur ryþmíska electronica tónlist í stíl við það sem hann samdi í æsku sinni. Hann mun frumflytja glænýtt efni sem samanstendur af draumkenndum melódíum, tilraunakenndum synth hljóðum og notalegum trommutöktum.
Spennandi og endurnærandi ferðalag en jafnframt ævintýraleg stund í vændum.

Enginn aðgangseyrir.